04.06.2010

Námskeið í hljóðupptökum í Fjarðabyggð.

Velheppnuðu námskeiði í hljóðupptökum er lokið í Fjarðabyggð. Námskeiðið var haldið fyrir tónlistarkennara í Fjarðabyggð nú um mánaðamótin. Það er mikilvægt fyrir tónlistarnemendur að geta hlustað á upptökur af leik sínum til að ná betri árangri í náminu. Því er nauðsynlegt fyrir kennarana að hafa fullt vald á nýjustu tækni til hljóðupptöku. Námskeiðið var haldið í fullkominni stúdíóaðstöðu Tónlistarskólans á Fáskrúðsfirði í nýjum hluta Grunnskólans þar. Leiðbeinandi var Jón Skuggi hljóðtæknimaður hjá Mix ehf.

Ef þú hefur áhuga á slíku námskeiði hafðu þá samband við Jón Skugga hjá mix@mix.is